Ákvordun tekin.

Fer til Finisterra á midvikudag eda fimmtudag, veit ekki hve lengi ég verd, sennilega fjóra til fimm daga. Mun sídan taka lest nidur til Biarrits 6 eda 7 okt og flug til London tann 8 og heim 9. okt, jibbý, allt komid á hreint elskurnar mínar.

Takk fyrir allar fallegu hamingjuóskirnar ykkar, yndislegt ad lesa taer.

Elsku Haukur minn, gott ad fá kvedju frá ykkur í Póllandi, yljadi mommunni, knús á alla hjá tér.

Laet vita af mér á morgun.

kv Rúna á leid í áframhaldandi gongu eftir nokkra daga, bara gaman.


Takklát, svo óendanlega takklát!

Já, ég er takklát og meir, bara lítil tegar ég skrifa tetta blogg. Ég fór af stad kl. 8.00 í morgun og enn var mér gefin fallegur dagur, hlýtt og sólin ad koma upp. Ég gekk 20. km í dag og var komin ad borgarmorkum Santiago de Compostela kl. 13.00. Slóradi á leidinni, skodadi fallegar styttur og fór í haestu haedir til tess ad sjá yfir borgina ádur en ég gengi inn í hana, t.e. ég fór uppá útsýnispall og tar birtist mér dýrdin. 

Tegar ég gekk ein inn yfir borgarmorkin og inn eftir gotunni og sá turnana á dómkirkjunni, tá fóru nú tárin ad renna. Ég gerdi mér tá loksins grein fyrir tví ad enn einn draumurinn var ordinn ad veruleika og ad faeturnir mínir og Gud hofdu komid mér alla tessa leid án stóráfalla. Ég get ekki lýst tví hvernig mér leid og hvernig mér lídur enntá, ég er eiginlega svolítid utan vid mig, er bara ekki ad ná tessu.

En allt hefur verid eitt aevintýri í dag, ég gisti í stórri byggingu sem heitir Seminarium Manor og er ótrúlega falleg, tar verd ég sennilega í trjár naetur, veit ekki hvad ég geri svo. En Finisterra er enn ad banka á bakid á mér, svo ef allt fer eins og stadan er núna, tá fer ég tangad á fimmtudag, gangandi, ca 87 km og tek svo rútu tilbaka til Santiago. En ekkert er ákvedid enntá.

En ég er takklát, audmjúk og óendanlega hamingjusom med hvernig allt hefur gengid, trátt fyrir blodrur og flensu, tá hélt ég alltaf áaetlun og fékk alltaf svefnpláss, upplifdi ótrúlegar gistiadstaedur, mat sem ég vissi stundum ekki hvad var, en umfram allt átti ég samleid og samskipti vid yndislegt fólk, eignadist vini og skemmti mér konunglega. Ég hitti marga í dag sem ég hef ekki séd í tónokkud marga daga og tad var hrópad, fadmast, hlegid og teknar myndir, miklir fagnadarfundir, já gott ad fá fadmlag.

Ég er sael og sátt og enn og aftur vil ég takka ykkur elskurnar mínar allar fyrir oll fallegu ordin ykkar og baenir. Tid gerdud mér tetta mogulegt og gáfud mér kraft til tess ad halda áfram, knús á ykkur oll sem eitt.

Og á morgun aetlar kellan ad rolta, já rolta um borgina, njóta og hvíla sig. Tid fylgist bara med mér áfram og fáid ad vita framhaldid tegar tessi óútreiknanlegi pílagrimi tekur naesta skref, hvort tad verdur heim á leid eda til Finisterra kemur í ljós.

Ad lokum: Mundu ad lífid í líkama tínum er sálin, og lífid í sálu tinni er Gud.

Elska ykkur.

Hamingjusama Rúnan í Santiago de Compostella.


Baenheyrd í gaer.

Já, ég var baenheyrd í gaer eins og svo oft ádur. Takkir til ykkar sem bádu fyrir mér, ég sit núna á fínu gistiheimili, allt nýtt og fínt í litlum bae sem heitir (Pedruzo) Arca O Pino og ad baki eru 22.2 km. Ég finn ekki tennan bae á kortinu, en hann er svona ca mitt á milli Arzúa og Santiago.

Ég er hress og kát og hef verid mikid heppin allan tennan tíma. Var naestum lent tvisvar fyrir reidhjóli í morgun, trír kappar komu á móti mér í skóginum, en ég hef ekki séd tá koma á móti gongufólkinu ádur. Ég tók ekkert eftir  teim í morgunskímunni og vissi ekki fyrr en einn straukst vid mig og annar strax á eftir. Fólkid sem var med mér hélt bara nidri í sér "andanum", en ég stód eins og álfur úti á hól, svo undrandi var ég. Tad hefur verid gegnum gangandi hér á veginum ad reidhjólafólk fer rosalega hratt yfir, laetur sjaldnast í sér heyra og allt í einu er tad bara vid hlid tér. Tad á bara ekki saman á tessum vegi gangandi fólk og reidhjólafólk, mín skodun og margra annarra.

Gangan í dag hófst kl. 7.30 og lauk um kl. 13.00. Ég tók tessu bara rólega enda komin med svefnstad og allt í gódu lagi. Leidin var undur falleg, skógarstígar í myrkrinu og fullt tungl sem lýsti mér leidina, kyrrt og mistur yfir trjátoppunum. Tessir stígar eru ótrúlega mjúkir og gott ad ganga á teim, og einnig gekk ég um stíga sem voru steinum lagdir, orugglega endur fyrir longu sem teir voru búnir til. Tad kom í huga mér hve gamlir teir vaeru og hver margir hafi gengid um tá. Ég hefdi nú alveg viljad sjá tá sem fóru tar um fyrstir og sjá hvernig teir voru útbúnir, midad vid tá sem nú fara hér um.

Í dag hitti ég tvaer amerískar konur sem ég hafdi ekki hitt í tónokkud marga daga. Taer urdu bádar ad fresta gongu út af blodrum á fótunum, eiginlega morgum blodrum. Tegar ég var ad ganga í morgun og fór framúr nokkrum pílagrímum heyrdi ég allt í einu sagt ad baki mér: Icelady, og tarna voru taer komnar, miklir fagnadarfundir og vid aetlum ad hittast í Santiago á morgun kl. 18.00 og fagna ásamt fullt af odrum, ef allt gengur eins og ég vona.

Í morgun lá leid mín eins og svo oft ádur um hladid á sveitabae og tar voru mjaltir í gangi. Ég mátti til med ad kíkja adeins í dyragaettina og ad tví loknu sagdi ég med sjálfri mér: tad vaeri búid ad loka tessu fjósi fyrir longu ef tad vaeri heima á Íslandi, tvílíkur sódaskapur og rusl út um allt, ja hérna hér.

En alltaf er samt gaman ad hlusta á "morgun- hanagalid sem hljómar um allt. Hundar, horadir kettir, kindur og haensni eru bara um allar jardir og á ólíklegustu stodum, jafnvel inni í baejunum.

Jaeja, svona í lokin:  Á morgun á fallegur ommustrákur 7. ára afmaeli.  Elsku hjartans Daníel Steinn minn, amma sendir tér kvedjuna í dag, tví kannski kemst amma ekki í tolvu á morgun.

Til hamingju med 7. ára afmaelid titt elsku hjartans vinur. Amma vonar ad tú eigir gódan og skemmtilegan dag og amma hugsar til tín tegar hún verdur komin á leidarenda til Santiago.

Til umhugsunar: Aedruleysi/Einfaldleiki: Ekki hraedast, vertu aedrulaus, tad er edlilegt ad finna baedi til svengdar og torsta. Tetta eru engin meinlaeti, heldur val, ad láta sálina njóta forgangs.

Gjafir Guds: Taegileg naeturhvíld, bros sem kostar ekkert, ókeypis sólskin. Gud og gjafir lífsins, allt er tetta ókeypis! Tetta er audlegdin sem tú aflar tér á leidinni, audlegd sem tú hvorki týnir né verdur frá tér tekin.

Tad eru krókaleidirnar, tofin og hlidarsporin sem audga líf okkar. (Nils Kjaer).

Knús á ykkur ádur en ég legg í sídasta áfangann í fyrramálid.

Rúna á lokasprettinum.


Nú byrjar ballid!

Já, fór af stad í morgun kl. 7.10, smá rigningarúdi og turfti ad nota regnslána í fyrsta sinn en tetta tók fljótt enda og um leid og tók ad birta fór sú gula ad skína. Ég gekk hratt í dag, fór 28 km á 6.klst og var komin til Arzúa kl. 13.15.  Nú skipti tad máli ad sú íslenska var fljót í forum tví oll gistihúsin voru ad fyllast og ég nádi ad taka frá trjú rúm fyrir mig og tau ástrolsku sem voru 45. mín á eftir mér. Já, íslenska blódid rann hratt og ég var í algjoru svitabadi tegar ég kom hingad. En nú fara málin fyrst ad vera flókin, tví tad er hvergi laust rúm á teim stodum tar sem haegt er ad panta og nú bid ég ykkur um ad leggjast á baen og hjálpa mér ad finna gistingu á morgun og sunnudaginn, en tá aetla ég ad vera í SANTIAGO DE COMPOSTELA.    Já, ég er bara ad komast á leidarenda, ótrúlega gód tilfinning og tegar ég skrifa tetta, tá fae ég bara gaesahúd, er svo ánaegd og takklát, so far, so good.

Falleg leid í dag en mikid upp og nidur og ég taldi morgum sinnum uppí 60, tad virkar ótrúlega vel. Allir eru ordnir spenntir í hópnum sem ég hef mest verid med og líka treyttir og vid hlokkum oll til ad koma heim. Mér finnst ég vera búin ad vera í marga mánudi í burtu, ótrúlegt hvad ég hef upplifad á ekki lengri tíma.

Takk enn og aftur fyrir allt elskurnar mínar, ég er í gódu formi og allt gengur vel.  Tad verdur fjor á flugvellinum ef ég tekki mitt fólk rétt og mikid verdur gaman ad fadma ykkur oll. Saerun mín, viltu fadma elsku mommsuna mína frá mér, ég vona ad hún hafi tad gott og knús á til litla systir, tú ert yndi.

Heyrumst á morgun, laet tá vita hvar ég lendi, kannski sef ég bara úti, á eftir ad prófa tad.

knús og kossar á línuna.

Rúna í óvissunni.


Sól í hjarta og ég er svo rík!

Já, elskulegu bloggvinir, ég er rík. Rík af ollu sem skiptir máli, fólkinu mínu, vinum mínum, heilsunni minni og tví ad geta látid drauminn minn raetast.

Í dag lagdi ég af stad kl. 6.30 og dagurinn var fallegur eins og oftast ádur. Falleg leid í dag líkt og undanfarid og margt fólk á veginum, sífellt fjolgandi. Ég stoppadi um kl. 10.00 og fékk mér kaffi og múslibar, ótrúlega gott saman og ég fae orkuna sem ég tarf til tess ad klára gonguna í dag. Oftast byrja ég daginn á ad ganga med Margareth og Andy frá Ástralíu, sídan tek ég stokkid og hverf á braut, allt tar til ad ég nálgast naesta gististad, tá hittumst vid aftur og fleiri baetast í hópinn og vid eydum kvoldunum saman, spjollum um gonguna tennan dag og lífid og tilveruna. Ég kom á gististadinn kl. 12.00 og tá voru 26.1 km ad baki, ekki slaemt tad. Ég er í litlum bae, Palas De Rei og í fínu húsi, allt til alls nema ad ég get ekki kokkad handa mér og fer tví út ad borda í kvold.

Mér lídur vel, en hóstinn hverfur ekki, kíki kannski til laeknis í Santiago, en teir sem tekkja mig best vita ad tad er ekki í forgangsrod hjá mér ad vitja laeknis, svo ég veit ekki hvad ég geri, hef nógan tíma til tess ad hugsa um tad. Nú er ég farin ad sjá fyrir endann á tessu og innra med mér er komin tilhlokkun mikil, en ekki er laust vid ad ég kvídi svolítid fyrir ad skilja vid tetta líf mitt á veginum, svo einfalt, laust vid stress og bara ad njóta.

Sá nýfaeddan kálf í dag, mamman heldur betur stolt, sama hvada mamma tad er, módurhjartad er alltaf tad sama tegar lítil vera kemur í heiminn. Ég bara stód og fylgdist med teim, yndislegt.

Jaeja elskurnar mínar, hafid tad gott og verid gód vid hvort annad, eins og oll dýrin í ollum Hálsaskógunum hér eru, nóg er af teim.

knús tar til á morgun.

Rúna í gódu studi.

En ég hugsa til ykkar, takk elsku Kristín Mjoll og tid oll fyrir kvedjurnar, óendanlega dýrmaetar mér og tid fáid knús tegar ég kem heim.


Óendanlega gaman allt saman!

Jaeja, fyrst vil ég takka Irmu minni fyrir gódu kvedjuna í gaer, hugsadi mikid til tín Irma mín, tú ert alltaf svo hlý vid kelluna. Takk fyrir elsku Kristján Valur, mikid notalegt ad lesa kvedjuna tína, faerir mig alltaf naer teim sem skipta mig máli, t.e. ykkur á Biskupsstofu og fjolskyldunnar minnar. Nú er kellan heldur betur farin ad finna hve lengi hún hefur verid í burtu. Hildur mín takk innilega fyrir fallegu ordin tín. Elsku krakkarnir mínir allir, takk fyrir allt sem tid skrifid til mín, gledur mommu og ommuhjartad óendanlega mikid ad lesa allt frá ykkur, elska ykkur.

En ég er engin hetja, hér hef ég verid ad ganga med tveimur eldri spánverjum,annar er 76 ára og hinn er 67 ára. Sá eldri var laeknir og tetta er hans níunda ferd um "veginn. Svo ég er bara "peace of cake.

Jaeja, í dag fór ég af stad líkt og í gaer, kl. 8.00,en munurinn á deginum í dag og í gaer var sá, ad í dag átti ég pantad gistipláss og fór tví ekki sérlega hratt yfir, gekk allt til kl. 14.30 og eftir sátu 22.9 km. Leidin var falleg eins og undanfarid, upp og nidur, ekki erfitt, stígar ýmist medfram skógi eda hladnir steinum sem hladnir hafa verid fyrir tugum ára og eru ordnid mosa og grasi vaxnir, fallegt ad ganga um tá.

Ein breyting vard í dag, sem fór ekki sérlega vel í tessa kellu svona í byrjun né hina sem hafa gengid í vikur eda mánudi med allar sínar vistir á bakinu. Tour-grímarnir eru komnir, teir maeta tegar 100 km eru til Santiago de Compostela og eru hreinlega út um allt. Ganga med sína dagpoka, koma í rútum af hótelunum og láta svo saekja sig í lok dags. Teim fylgir mikill hávadi, myndatokur um allt og allt í einu ert tú alls stadar fyrir.  Í fyrstunni lét ég tetta fara í taugarnar á mér, en svo tók ég til í hofdinu mínu, tví litla sem er tar inni og sagdi sjálfri mér ad ég vaeri nú enginn"Palli var einn í heiminum" og yrdi ad tola tad ad hér vaeru fleiri á ferli. Ég ákvad tví ad halda mínu striki, vera  ein tó svo ad tad vaeri fullt af fólki í kringum mig. Ég aetla ad njóta tess alls sem ég get og tegar tessi hugsun var komin í kollinn,,,,, var bara allt í lagi.

Í dag hitti ég dana sem býr á Spáni, spjalladi adeins vid hann og alltaf gaman ad hitta "fraedur, jafnvel tó teir séu danskir. Og tegar ég kom hingad til Portomarín, tá turfti ég ad ganga yfir tá lengstu brú sem ég hef gengid yfir, ótrúlegt mannvirki og í lokin var svo trautarganga upp um 40 troppur til tess ad komast á leidareinda.  Allt hafdist tetta og tegar ég maetti á svaedid, tá voru ensku kallarnir mínir komnir og líka Matthew sá ameríski, gaman ad hitta tá alla, setjast nidur og tala um daginn og tad sem hann hafdi gefid okkur.

Ég heyrdi spaenska tónlist á hinum  ólíkustu stodum á leidinni í dag, allt frá veitingahúsum vid veginn sem voru nokkur, úr bílunum  sem óku framhjá og úr gripahúsunum á bóndabaejunum og tá var mér hugsad heim, tad er bara eins og teir hafi somu trú hér, baendurnir og teir heima ad tónlist sé skepnunum til góds, gaman ad tessu eins og svo morgu odru.

Of smákrydd, ég kom vid á einu af tessu vegaveitingahúsum til tess ad ná mér í vatn. Fyrir innan var fullt af fólki og í dyrunum inná salernid stód "stútungs senjora" og hleypti engum inn fyrr en hann hafdi verslad. Ég vard svo hissa ad ég fór bara ad hlaegja, gekk út og hélt til naesta stadar sem var 3. km lengra í burtu og tar fékk ég mitt vatn. Svona er tetta á "veginum.

Í lokin: Ásetningur: Haltu ótraudur áfram, fardu ferda tinna. Gerdu pílagrímsgonguna ad odru og meiru en venjulegum gardstíg. Tad tilheyrir ad villast stundum af vegi og tad er baedi gott og rétt ad fá sér blund í hlídinni, tad styrkir sálina ad erfida og amstra, einnig ad svitna og hrjóta í svefnskála pílagrímanna.

Rúna, sem er ordin hress nema enntá er tessi ljóti hósti ad trufla mig og adra. Knús á línuna.


Lot í morgun!

Lot í morgun, lagdi af stad kl. 8.00 og enn og aftur var mér gefin fallegur dagur, smámystur yfir fjallatoppunum en logn og sólin rétt ad koma upp. Nú fer pílagrímum fjolgandi á veginum, margir sem ganga bara sídustu 100 km og fá stimpil í skírteinin sín. Allir svo fínt dressadir og hressir, annad en vid sem hofum gengid lengi, ordin treytt, skítug og alltaf ad tvo somu fotin á hverjum degi, hahaha, já bara handtvottur eins og í den. Vid erum sum ordin tunn á vangann og svolítid rýr, en ekki sú sem tetta skrifar, er bara held ég eins og ég var, engin rýrnum Helga mín.

Leidin í dag var falleg, kyrrlát og yndislegt ad vera ein á ferd en samt med odrum. Litlir ásar og sveitabaejir um allt, skógarstígar, gengid med fallegri á sem í voru spriklandi fiskar og í einni hlídinni rakst ég á litla kidlinga ad leika sér. 

Mér lídur vel, er enntá hóstandi en allt á batavegi, takk fyrir allar hlýju batakvedjurnar frá ykkur og Sigga mín, hjartad tók aukaslog tegar ég las tad sem tú hafdir skrifad, fadma tig og Bjarna í huga og hjarta.

I dag var ég komin kl. 14.30 til Sarria, lítils baejar og fékk inni í fínu gistihúsi. Ádur kom ég vid í litlu torpi Samos og tar er eitt tad staersta klaustur sem ég hef séd á aevinni og er eitt af elstu klaustrunum á Spáni, gnaefir yfir allt í tessu litla torpi, magnad ad horfa nidur í baeinn og sjá tetta. 

Núna sit ég úti á svolum og horfi á mannlífid hér fyrir nedan og skrifa tessa faerslu í bókina mína, sól, heitt og ég er vel fyrir kollud.  Ég er enn ad melta tad hvad ég geri tegar ég kem til Santiago de Compostela, en núna er ég ad hugsa um ad stytta dagana, vera kannski adeins lengur á leidinni til Santiago, veit ekki enntá hvort tad stensd, kemur allt í ljós.  Ég hitti á tvo Canadabúa í dag sem faeddir eru í Póllandi og gekk dálítid med odrum teirra, hann vildi taka mynd af tessari íslensku konu og sagdi mér ad hann vaeri ad safna andlitum pílagríma, gaman ad tessu tó svo ad ég viti ekkert hvernig myndin var, skiptir ekki máli, svona er ad vera á veginum, alltaf eitthvad óvaent.

Takk elskurnar mínar allar fyrir kvedjurnar, Púlla mín, hann verdur "stór" í lokin og ég skal skála vid tig í huganum, knús á ykkur oll og nú er ég farin ad faerast adeins naer, hlakka svoooooooo til ad fadma ykkur, Gunna mín, knús á tig og titt fólk og takk fyrir kvedjuna.

Í lokin:   Einvera: Stundum á best vid ad vera einn eins og nú. Finna til tess ad tú ert sérstakur/sérstok og ein-stakur/ein-stok, og snúa ásjónu tinni til himins, snúa ásjónu tinni til jardar, snúa ásjónu tinni til hafsins handan vid sjóndeildarhringinn, snúa ásjónu tinni til Guds.

 

Elska ykkur, sakna ykkar og gleds yfir hverju spori sem mér er gefid á tessu ferdalagi.

Hasta luego

Rúna, sem er ad njóta umvafin elsku allt um kring.

 


Létt í lund :o)

Jaeja, eftir mikil búkhljód í nokkrum salarfélogum sem roskudu svefninum mínum svolítid, tá var gott ad fara á faetur kl. 6.00. Úti var gott vedur og fjórir ungir spánverjar sváfu fyrir utan, tar sem ekki hafdi verid rúm fyrir tá í gistihúsinu og ekkert fjárhús naerri.  Ég var gestur nr. 93 og rúmin voru adeins 104, tannig ad enn einu sinni var gaefan mér hlidholl. Ég lagdi af stad kl 7.30 og í dag var stuttur dagur, rúmir 20 km og nú er ég á gódum stad sem heitir Triacastela, fallegur baer umlukinn fjollum. Í dag var fínt vedur, ekki mikil sól fyrr en ég var komin hingad kl. 13.15. Mér lídur vel núna enda var leidin í dag léttari og minna um haekkanir. Núna er ég í 600 m haed en var í morgun í 1300 m, svo ég er á "nidurleid. Tetta var falleg gonguleid í dag, lá um lítil torp og baejarhlodin á sveitabaejunum, eins og tídkadist heima hér ádur fyrr. Og kúamykjan var um allt og tví turfti undirritud ad dansa "tilbrigdi af Svanavatninu" í gonguskónum med ca 9-10 kg vidhald á bakinu til tess ad sleppa vid ad lenda í mykjunni, gaman ad tessu og hefdi verid fródlegt ad sjá tilsýndar. Og súrheyslyktin angandi um allt, ótrúlega gaman ad hverfa í huganum heim í sveitina mína.

Tegar ég kom inn í baeinn, settist ég og fékk mér safa, adeins ad láta lída úr mér. Tá kom til mín breti og vildi endilega bjóda mér uppá bjór, sem ég tádi, en bara "lítinn". Hákon og Hanna vita hvernig ég er, hahaha, takk fyrir kvedjuna Hákon minn, knúsa tig tegar ég kem heim og audvita Honnu líka. En tessi breti hafdi frétt ad ég ynni hjá biskupnum yfir Íslandi og hann taldi víst ad ég gaeti lagt inn gott ord fyrir hann, veit ekki hvad hann hafdi á samviskunni, en tad var gaman ad spjalla vid hann.

Tó svo ad sumum ykkar finnist ég fara hratt yfir, tá er tad bara svona med mig ad ég geng frekar hratt svona yfirleitt, nema í miklum bratta og tegar tad hefur ekki verid mikil sól hef ég lengt dagleidirnar adeins og á tví dag til góda, en nóg er eftir af gongudogum og líka fríi.

Tall Abba mín fyrir fallegu ordin tín, knús til tín og Beyja.

Og smá kvedja til Hauks mín, Agotu minnar og elsku Kristófers.  Gud gefi ykkur góda ferd til Póllands, kyssid ommu frá mér, njótid tess ad vera med henni og góda ferd heim elskurnar mínar, elska ykkur oll.  Kvedja frá mommu, tengdamommu og ommu í sólinni.

Ad lokum: Ekki flýta tér: Láttu ekki undan tví áreiti sem verdur á vegi tínum og vekur streitu, hávada og ódagot. Láttu gotuna leida tig ad hinu heilaga, til móts vid Gud.

Knús og kossar frá kellunni sem er oll ad hressast, enda á réttu lyfjunum :O)


Dagurinn í gaer, 19. sept.

Já, sá 19. var einn erfidasti dagur sem ég hef verid á gongu, svona yfir allt. Ég var ekki vel fyrirkollud, erfitt ad ná ad draga andann djúpt og tetta var langur dagur - og hrikalega heitur.  Tad var um 30 stiga hiti tegar heitast var og lítid um skugga nema adeins á hluta leidarinnar sem var um 30 km og um 20 km af teim var allt uppí móti, frá 500 m uppí 1300 m, ein Esja en mun erfidari verd ég ad segja. En leidin var ótrúlega falleg og ég var bara hress tegar ég hélt út úr baenum kl. 7.30 en kom ekki á leidarenda fyrr en kl. 15.30 og orugglega nokkrum pundum léttari, tví svitinn hreinlega lak af mér í strídum straumi, ég var bara ekki ad trúa tessu. Ég gekk um fallega dali og tegar landid tók ad haekka fór útsýnid heldur betur ad heilla mig, hver dalurinn á faetur odrum umvafinn skógivoxnum fjollum uppí topp og lítil torp og sveitabaejir um allt, klingjandi bjollur gripanna, allt snertir tetta sálina mína.

En eins og hendi vaeri veifad, var allur máttur úr mér, ég var gjorsamlega búin, beygdi mig fram og hugsadi: "ég kemst ekki lengra". Eftir smástund og ofurlítid samtal vid fyldgarmanninn minn-Gud, hélt ég áfram eftir ad hafa fengid mér ad borda svolítid. Ég hellti yfir mig vatni, tví hitinn var svo mikill ad mér var eiginlega alveg sama tó ég vaeri rennandi  blaut, vissi ekki hvort tad var eftir vatnid eda minn eigin sviti. Ég veit ekki af hverju ég vard svona orkulaus, ég var ekki svong, sennilega bara tessi flensuvella.

Núna er ég í haestu haedum á fallegum gististad med 16 konum og korlum í fallegu herbergi med undur fallegt útsýní í 1300 m haed. Sólin sem ekki var vinur minn í dag á gongunni yljar mér og ég hugsa bara ad á morgun verdi tetta léttara og styttra

Samkvaemt maelingum eru 163.4 km eftir til Santiago de Compostela og ég held bara ef allt gengur vel, tá fái lítill sjo ára ommustrákur tad í afmaelisgjof ad amma komist á leidarenda, gaman ad tví ekki satt Daníel Steinn minn?

Ég á samt frekar bágt med ad trúa tví ad tetta sé ad taka enda, tíminn flýgur áfram og núna á tessari stundu lídur mér vel trátt fyrir tennan erfida dag, tvottur búinn og svo er ad fá sér ad borda og fara í rúmid, alltaf stillt á kvoldin og fer snemma ad sofa.  Tad virdist ekki skipta mig neinu máli í hvernig rúmi ég sef, bara ad fá ad leggjast og láta lída úr sér er FRÁBAERT!!!  Enginn sagdi ad tetta yrdi audvelt og tad var ég sjálf sem valdi ad gera tetta og ég er bara nokkud sátt vid hvernig mér hefur lidid í einverunni.

Takk elsku stelpurnar mínar, Saerun, Harpa og Maeja fyrir umhyggjuna og elskuna alla.  Audur mín, gaman ad sjá tig hérna, takk fyrir ad setja nafnid titt hér inn og skiladu kvedju til póstkonunnar okkar.  Hlakka til ad sjá ykkur aftur.

Ad lokum:  Ég fékk falleg ord á bladi ádur en ég fór og aetla ad setja tau inn svona sídustu dagana.

Leitadu kyrrdar: Leidin er ekki  stadur til ad masa, heldur til ad hlusta. Hlýddu á veroldina í kringum tig, hlýddu á sál tína, hlýddu á Gud. Fetadu veginn í kyrrd, jafnvel tótt tú sért med odrum í for.

knús á ykkur oll, tessi faersla var skrifud á blad í gaer og kemur hér óbreytt.

Rúna, sem var svo treytt í dag (19. sept)


Frá dóttur

Jćja, hún er tölvulaus konan svo ég fćri hér örstuttar fréttir frá deginum í dag.  Ţetta var henni erfiđur dagur ţví hitinn var mikill en pílagríminn er hress eins og endranćr.  Gengnir voru 30 km og er hún nú stödd í O Cebreiro.

Kćrleikskveđja frá dóttur hetjunnar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband