Er ad njóta og hvíla mig.

Nú er bara sunnudagur og allt í rólegheitunum hjá mér. Ég verd alltaf ad fara út af gistiheimilinu á milli  9.30 og 13.30, svo tad sé haegt ad trífa og tá nota ég tímann til tess m.a. ad skrifa bloggid mitt.

Ég hvíldi mig bara í gaer, hitti konurnar frá Króatíu og stelpu frá Frakklandi sem ég hafdi ekki séd sídan í annari viku gongunnar, gaman ad hitta taer allar. Og ég á von á ad geta hitt vini mína tá Michael og David frá Canada ádur en ég fer hédan, svo nú er bara verid í social lífinu.

Og ég á eftir ad fara í messu í Dómkirkjunni, fer sennilega á morgun, tá er minna um fólk hér á svaedinu og rólegheit. Annars hef ég tad fínt, tad er úrhellisrigning og ég er búin ad vera ad horfa á hana steypast nidur. Tad var alveg med ólíkindum hvad ég var heppin, já Gud er gódur vid kelluna, alltaf.

Jaeja elskurnar mínar, ég kíki hér inn ádur en ég yfirgef borgina, hafid tad gott og munid ad setja nafnid ykkar í gestabókina mína, tid sem ekki hafid tegar gert tad, bara fyrir mig.

Sjáumst á blogginu.

knús úr hvíldinni

Rúna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú varst heppin með veðrið, ekki gott að ganga í mikilli rigningu.. en það er gott að þú sérst að njóta þín og gaman að þú sérst að hitta aðra pílagríma sem þú hefur kynst en mist af á leiðinni.. þú ert líkast til búin að eignast marga lífstíðar vini á þessari æfintýra ferð þinni ;)

RISA knús frá okkur í Melahverfinu

Kv Mæja Pæja og co

Mæja Pæja (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 23:20

2 identicon

Yndislegt að þú fáir þessa daga til að hvílast mamma mín og það verður sérstakt fyrir þig að fara svo alla leiðina sem þú gekkst til baka og upplifa þannig allt sem þú hefur áorkað.  Já þú ert sannarlega mikil og falleg fyrirmynd fyrir okkur hin og barnabörnin heppin að geta litið upp til svona einstakrar ömmu.  Njóttu þín í Dómkirkjunni og nú eru bara 5 dagar í að við sjáumst aftur - mikið hlakka ég til

Dóttirin (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband