Farangur sem ég hafði með mér.

Ég hef  verið spurð að því hvað ég tók með mér, hvað það var sem ég hefði getað verið án  og hvað mig hefði vantað. Því set ég hér fyrir neðan lista yfir það sem var í "viðhaldinu mínu" og vona bara að allir þeir sem ætla einhvern tíma að ganga Jakobsveginn geti haft hann til viðmiðunar.

 Fatnaður: Allur fatnaður var miðaður við að hann væri fljótur að þorna.

Tvennar nærbuxur, tvennir brjóstahaldarar, þrennir sokkar, tvennir stuttermabolir, göngubuxur, stuttbuxur/kvartbuxur, sem ég notaði á daginn eftir gönguna. Þunn flíspeysa, þunn úlpa, regnslá, legghlífar (hefði getað sleppt þeim, þar sem ekkert rigndi fyrr en síðasta daginn, en þá notaði ég þær), sandalar og gönguskór. Ég tók líka með mér þunn ullarnærföt, (síðerma peysu og buxur) sem ég var í á nóttunni þegar líða tók á gönguna og það var orðið svalara á nóttunni en í byrjun.

Svefnpoki (fékk vinkonu mína til þess að sauma fyrir mig poka úr efni sem var líkt og lakaefni, létt og fór lítið fyrir honum). Á flestum gististöðum voru teppi sem hægt var að breiða yfir sig ef það var "kalt". Við fengum oftast einnota koddaver og lak á gististöðunum.

Ýmsir hlutir:  Ferðahandklæði, þvottastykki, snyrtitaska (tannbursti,tannkrem, hárbursti,sólarvörn, after sun, handsápa, vaselín og fleira). Þvottaklemmur, skóreimar, bursti til að bursta gönguskóna og áburður á þá, flugnanet, áburð til að verjast flugnabiti og göngustafir.

Sólgleraugu, lesgleraugu, höfuðljós, myndavél og (snúru til að taka út af vélinni ef fólk vill) + (hleðslutæki) gsm-síma + (hleðslutæki), mittistösku fyrir vegabréfið, gjaldeyri og kortin góðu (debet+kredit). Litla fyrstu hjálpartösku með nál,tvinna, skærum og öðru því sem gæti bjargað hinum ýmsu málum, og síðan en ekki síst, lyfin mín góðu ( það sem ég þarf að taka daglega og auðvita verkjalyf). Litla skrifbók og penna. Það væri líka í lagi að taka með sér vasahníf, alltaf gott að hafa hann við hendina.

Það er miðað við að maður hafi ekki meira á bakinu en 10% af eigin þyngd, en þar sem ég vissi ekki hve þung ég var, þá fór ég ekki eftir þessari viðmiðun. En það tók mig ca. tíu daga að venjast "viðhaldinu" en eftir það var þetta ekkert mál.

Ég vona að þessi listi geti hjálpað einhverjum, annars er bara að hafa samband og ræða málin.

kveðja

Rúna, mikið glöð að vera komin heim aftur.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér að gera þennan lista mamma mín!  Vonandi að ég eigi eftir að feta í þín fótspor í framtíðinni og þá hef ég þetta til viðmiðunar

Dóttirin (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband