Komid ad lokum.

Nú er komid ad tví. Ég set hér inn sídustu faersluna frá Santiago de Compostela. Vonandi koma inn myndir í naestu viku sem tid getid tá skodad ef tid viljid. En ef tad dregst, hafid tá bara smá bidlund med mér, tetta tekur tíma.

Í dag, tridjudag er súld í borginni, en hlýtt. Ég er ad taka mig til, ganga frá tví sem eftir er og svo er bara ad drífa sig í lestina í fyrramálid.

Tad hefur verid gaman ad blogga um ferdina mína, tetta er mín dagbók og yndislegt ad sjá og finna hve tid hafid tekid mikinn tátt í tessu med mér, alveg ómetanlegt.

Ég hlakka til ad sjá ykkur oll, og líka ad koma í búrid, komin tími á ad hemja tessa kellu í einhvern tíma. Annars hef ég verid ótrúlega stillt hér í ollu tessu eins og ég er alltaf. Tetta vitid tid sem tekkid mig best, alltaf rólegheit og prúdmennskan í fyrirrúmi. Get varla bedid eftir tví ad koma heim og láta smá illa, sérstaklega vid vin minn Halldór Reynis!!!!!  Vona bara ad hann maeti í vinnuna nk. mánudag.

Takk fyrir ad hafa "gengid" Jakobsveginn med mér, frá 26. ágúst allt til 2. október. Tid vorum gódir ferdafélagar alveg eins og sá sem hefur verid med mér allan tímann, og verdur áfram med mér.

Tid vorud mér ómetanleg, hvottud mig, sendu mér falleg ord og bádud fyrir mér, sem ég svo sannarlega fann, ég var alltaf baenheyrd, lánsom allt til enda.

Takk fyrir samveruna elsku tid oll.

Í lokin:  Bjartsýni er trúin sem leidir til árangurs. Engu verdur áorkad án vonar og sjálfstrausts.  (Helen Keller).

Hjartans kvedjur og takkir til ykkar allra.

Rúna í Santiago de Compostela


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Rúna
takk sömuleiðis fyrir að taka okkur með þér í ferðina - í huga og orðum

Sjáumst fljótlega ! og Guð varðaveiti þig á ferðinni heim..hver vegur að heiman er vegurinn heim :)......heim í búrið til okkar núna

Kv Irma á annarri

Irma Sjöfn Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 10:56

2 identicon

Takk miklu frekar elsku mamma, tengdó og amma fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér þessa löngu og ævintýraríku ferð.  Það verður ómetanlegt að fá þig hingað heim aftur, við getum bara ekki beðið eftir að hitta þig á flugvellinum!!!!

Guð fylgi þér alla leiðina heim til okkar og umvefji þig elsku sinni alltaf

Við elskum þig ofurheitt

fjölskyldan þín í Andarhvarfinu

Fjölskyldan Andarhvarfi (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 11:56

3 identicon

Elsku Rúna mín.

Ég hef fylgst með þér á þessari ótrúlegu göngu en lítið kvittað, takk fyrir mig !!!

Til hamingju með þennan hreint út sagt ótrúlega árangur, ég dáist að þér.

Mikið verður gott að fá þig aftur heim í "búrið" og góða ferð heim.

Kær kveðja,

Ása

Ása (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 12:35

4 identicon

Hlakka svoooo til að hitta þig og heyra þig segja frá ferðinni í eigin persónu. Takk enn og aftur fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ferðalaginu þínu elsku Rúna mín.

Knús og góða ferð heim!

Þín Harpa :*

Harpa Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 15:08

5 identicon

Takk Rúna mín að lofa mér að fylgjast með þér á  þessari göngu þinni, ég dáist að kraftinum og dugnaðinum  í þér. Guð umvefji þig og fylgi  þér alla leiðina heim eins og hann hefur gert á þessari göngu þinni. Vonandi eigum við eftir að hittast og spjalla. kv Hildur

Álfhildur (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 18:07

6 identicon

Takk fyrir færsluna Rúna mín og mikið vildi ég geta hlustað á þig segja ferðasöguna, hvernig þessi ferð kom til og hvað hún hefur gefið þér, nei annars, ég veit að hún hefur gefið þér mikið :) Brenn af forvitni um þetta allt. Hafði ekki heyrt um þessa pílagrímaleið fyrr en hjá þér og langar mikið til að fræðast um hana.

En góða heimferð elskan og njóttu síðustu daganna þinna í ferðinni.

Knús, Gunna

Guðrún K Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 18:19

7 identicon

Jæja þá ertu í lestinni á leið til Biarritz í Frakklandi.  Njóttu nú þessa eina dags sem þú hefur þar til að spóka þig og hafa það gott.  Hlakka til að sjá þig mamma mín - það var gott að heyra í þér röddina í gær

Dóttirin (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 13:28

8 identicon

Ég held mínum vana að kíkja hér inn á morgnana þó svo ég viti að þú sérst nú á heimleið..

Góða ferð heim Rúna mín,, svo er bara plana hitting hið fyrsta eftir heimkomu hjá þér

1000 kossar og RISA knús, hlakka til að sjá þig og heyra

Kv Mæja Pæja

Mæja Pæja (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 11:09

9 identicon

Elsku Rúna mín!

Góða ferð heim, hlakka til að hitta þig og heyra enn meira um hvað Guð hefur gefið þér á göngunni. Sértu umvafin náð og blessun nú og ævinlega. Kveðja Halla

Halla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 14:41

10 identicon

Góða ferð heim Rúna mín,hlakka mikið til að sjá þig og heyra.Þetta ferðalag er alveg hreint og beint ótrúlegt,og þú skalt vera mikið hreykin og stolt af sjálfri þér.Ég er það.Knús á þig.....

púlla (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 19:03

11 identicon

Jæja Rúna mín þá er þetta bara að verða búið....... Mikið er nú búið að vera gaman að fylgjast með þér en segi það enn og aftur hefði verið miklu skemmtilegra að vera bara með þér........ Hlakka til að sjá myndirnar þínar nú það væri nú ekkert verra að sjá þig sjálfa  koma tímar og koma ráð.

Góða ferð heim Rúna mín, veit það verðu tekið vel á móti þér

Knús og kossar

Helga

Helga Ólafs (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 22:30

12 identicon

Vóóóó hvað er gaman að lesa þessa færslu og loksins ertu að koma heim .....alltaf sama flandrið á þér hahaha nei nei djók :) Bara innilega til hamingju elsku bestan mín fyrir að hafa klárað þetta...bara æðislegt !!

Knús og kossar frá okkur öllum í Vogunum :) :)

Sæunn Inga bestafrænka :) (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband