Lot í morgun!

Lot í morgun, lagdi af stad kl. 8.00 og enn og aftur var mér gefin fallegur dagur, smámystur yfir fjallatoppunum en logn og sólin rétt ad koma upp. Nú fer pílagrímum fjolgandi á veginum, margir sem ganga bara sídustu 100 km og fá stimpil í skírteinin sín. Allir svo fínt dressadir og hressir, annad en vid sem hofum gengid lengi, ordin treytt, skítug og alltaf ad tvo somu fotin á hverjum degi, hahaha, já bara handtvottur eins og í den. Vid erum sum ordin tunn á vangann og svolítid rýr, en ekki sú sem tetta skrifar, er bara held ég eins og ég var, engin rýrnum Helga mín.

Leidin í dag var falleg, kyrrlát og yndislegt ad vera ein á ferd en samt med odrum. Litlir ásar og sveitabaejir um allt, skógarstígar, gengid med fallegri á sem í voru spriklandi fiskar og í einni hlídinni rakst ég á litla kidlinga ad leika sér. 

Mér lídur vel, er enntá hóstandi en allt á batavegi, takk fyrir allar hlýju batakvedjurnar frá ykkur og Sigga mín, hjartad tók aukaslog tegar ég las tad sem tú hafdir skrifad, fadma tig og Bjarna í huga og hjarta.

I dag var ég komin kl. 14.30 til Sarria, lítils baejar og fékk inni í fínu gistihúsi. Ádur kom ég vid í litlu torpi Samos og tar er eitt tad staersta klaustur sem ég hef séd á aevinni og er eitt af elstu klaustrunum á Spáni, gnaefir yfir allt í tessu litla torpi, magnad ad horfa nidur í baeinn og sjá tetta. 

Núna sit ég úti á svolum og horfi á mannlífid hér fyrir nedan og skrifa tessa faerslu í bókina mína, sól, heitt og ég er vel fyrir kollud.  Ég er enn ad melta tad hvad ég geri tegar ég kem til Santiago de Compostela, en núna er ég ad hugsa um ad stytta dagana, vera kannski adeins lengur á leidinni til Santiago, veit ekki enntá hvort tad stensd, kemur allt í ljós.  Ég hitti á tvo Canadabúa í dag sem faeddir eru í Póllandi og gekk dálítid med odrum teirra, hann vildi taka mynd af tessari íslensku konu og sagdi mér ad hann vaeri ad safna andlitum pílagríma, gaman ad tessu tó svo ad ég viti ekkert hvernig myndin var, skiptir ekki máli, svona er ad vera á veginum, alltaf eitthvad óvaent.

Takk elskurnar mínar allar fyrir kvedjurnar, Púlla mín, hann verdur "stór" í lokin og ég skal skála vid tig í huganum, knús á ykkur oll og nú er ég farin ad faerast adeins naer, hlakka svoooooooo til ad fadma ykkur, Gunna mín, knús á tig og titt fólk og takk fyrir kvedjuna.

Í lokin:   Einvera: Stundum á best vid ad vera einn eins og nú. Finna til tess ad tú ert sérstakur/sérstok og ein-stakur/ein-stok, og snúa ásjónu tinni til himins, snúa ásjónu tinni til jardar, snúa ásjónu tinni til hafsins handan vid sjóndeildarhringinn, snúa ásjónu tinni til Guds.

 

Elska ykkur, sakna ykkar og gleds yfir hverju spori sem mér er gefid á tessu ferdalagi.

Hasta luego

Rúna, sem er ad njóta umvafin elsku allt um kring.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rúna mín farðu vel með þig og láttu þér batna. Ég fékk þessa flensu og er enn með hósta og það eru 4 vikur síðan ég byrjaði að hósta. 'Eg nýt þess að lesa bloggið þitt þú, þú ert frábær penni.

Hildur (Álfhildur) (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 19:12

2 identicon

Það sem í upphafi virtist næstum ókleifur múr er núna orðin lítill og lágur garður sem hver sem er kemst yfir. Það hefur verið mikil og merkileg reynsla að fylgjast með þér dag frá degi. Vandamál og verkefni dagsins hafa öll orðið smávaxin og léttbær gagnvart því sem þú hefur glímt við. Þakka þér fyrir myndrænar lýsingar og leiðsögn skref fyrir skref. Maður hlustar eftir hóstanum og hjartslættinum, fylgist með hæðarmun og hitavellu og fær tár í augun ýmist af áhyggjum eða ánægju. Takk fyrir að deila þessu öllu með okkur. Skrifað er á gamla bók: Blessa ó, Guð, jörðina undir fótum mínum. Blessa ó, Guð, leiðina sem ég geng. Blessa ó, Guð, fólkið sem ég mæti. Kærar kveðjur, kvi.

Kristján Valur Ingólfsson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 21:15

3 identicon

Gaman að sjá að þú hafir verið löt í morgun mamma mín -- mátt svei mér þá gera meira af því þarna úti.

Tilhlökkun á hverjum degi að lesa bloggið þitt og enn meiri tilhlökkun í að fá þig heim.

Nú er þetta alveg að verða búið -- 17dagar eftir samkvæmt talningu hér á síðunni :o) BARA GAMAN.

Gangi þér áfram vel mamma mín.

bkv Davíð og co

Davíð (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 23:28

4 identicon

Ég var að spjalla við litluna mína í fyrradag eftir að við fórum með bænirnar, ég spurði hana hvort hún vildi ekki byðja guð um að passa ömmu Rúnu því hún væri hálf slöpp á göngunni sinni á Spáni.. Hún vildi auðvitað gera það og svo þurfti hún að spyrja hellings af spurningum því henni langar svooo að flytja til Spánar  Hvað amma Rúna væri að gera þarna og afhverju!! Hvort við gætum ekki farið líka og hvort henni myndi batna þegar við værum búin að byðja Guð að passa hana!! Já það var hellingur sem var spurt og spáð..

En þú ert sko í bænum okkar allra elskan mín og ég vona að þú eigir eftir að njóta þessara síðustu metra og mikið sem ég hlakka til að hitta þig og knúsa.. fá að sjá allar myndirnar og heyra sögurnar

1000 kossar og RISA knús

Kv Mæja Pæja og co

Mæja Pæja (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband