Létt í lund :o)

Jaeja, eftir mikil búkhljód í nokkrum salarfélogum sem roskudu svefninum mínum svolítid, tá var gott ad fara á faetur kl. 6.00. Úti var gott vedur og fjórir ungir spánverjar sváfu fyrir utan, tar sem ekki hafdi verid rúm fyrir tá í gistihúsinu og ekkert fjárhús naerri.  Ég var gestur nr. 93 og rúmin voru adeins 104, tannig ad enn einu sinni var gaefan mér hlidholl. Ég lagdi af stad kl 7.30 og í dag var stuttur dagur, rúmir 20 km og nú er ég á gódum stad sem heitir Triacastela, fallegur baer umlukinn fjollum. Í dag var fínt vedur, ekki mikil sól fyrr en ég var komin hingad kl. 13.15. Mér lídur vel núna enda var leidin í dag léttari og minna um haekkanir. Núna er ég í 600 m haed en var í morgun í 1300 m, svo ég er á "nidurleid. Tetta var falleg gonguleid í dag, lá um lítil torp og baejarhlodin á sveitabaejunum, eins og tídkadist heima hér ádur fyrr. Og kúamykjan var um allt og tví turfti undirritud ad dansa "tilbrigdi af Svanavatninu" í gonguskónum med ca 9-10 kg vidhald á bakinu til tess ad sleppa vid ad lenda í mykjunni, gaman ad tessu og hefdi verid fródlegt ad sjá tilsýndar. Og súrheyslyktin angandi um allt, ótrúlega gaman ad hverfa í huganum heim í sveitina mína.

Tegar ég kom inn í baeinn, settist ég og fékk mér safa, adeins ad láta lída úr mér. Tá kom til mín breti og vildi endilega bjóda mér uppá bjór, sem ég tádi, en bara "lítinn". Hákon og Hanna vita hvernig ég er, hahaha, takk fyrir kvedjuna Hákon minn, knúsa tig tegar ég kem heim og audvita Honnu líka. En tessi breti hafdi frétt ad ég ynni hjá biskupnum yfir Íslandi og hann taldi víst ad ég gaeti lagt inn gott ord fyrir hann, veit ekki hvad hann hafdi á samviskunni, en tad var gaman ad spjalla vid hann.

Tó svo ad sumum ykkar finnist ég fara hratt yfir, tá er tad bara svona med mig ad ég geng frekar hratt svona yfirleitt, nema í miklum bratta og tegar tad hefur ekki verid mikil sól hef ég lengt dagleidirnar adeins og á tví dag til góda, en nóg er eftir af gongudogum og líka fríi.

Tall Abba mín fyrir fallegu ordin tín, knús til tín og Beyja.

Og smá kvedja til Hauks mín, Agotu minnar og elsku Kristófers.  Gud gefi ykkur góda ferd til Póllands, kyssid ommu frá mér, njótid tess ad vera med henni og góda ferd heim elskurnar mínar, elska ykkur oll.  Kvedja frá mommu, tengdamommu og ommu í sólinni.

Ad lokum: Ekki flýta tér: Láttu ekki undan tví áreiti sem verdur á vegi tínum og vekur streitu, hávada og ódagot. Láttu gotuna leida tig ad hinu heilaga, til móts vid Gud.

Knús og kossar frá kellunni sem er oll ad hressast, enda á réttu lyfjunum :O)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að heyra að þú ert að hressast mamma mín!  Við söknuðum þín í afmælisveislu Viktors Snæs í gær, Ingi Ragnar borðaði þó slatta af afmælistertu fyrir ömmu sína hahahaha.  Yndislegar lesningar eins og vant er, ómetanlegt að fá að upplifa þetta svona með þér.  Knús og kærleikur

Dóttirin (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 13:30

2 identicon

Segi eins og Særún ,mikið gott að heilsan sé að komast í lag.Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar,og með þessi búkhljóð:):)bara að skella eyrnatöppum í eyrun og sofa vært..Ef þér verður boðið upp á annan bjór,þá þiggurðu bara stórann og skálar við mig í huganum:):)Þykir mikið vænt um þig,mikið mikið.Knús frá mér.....

púlla (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:58

3 identicon

Sæl Rúna mín ég var orðin hrædd um að nú værir þú orðin verulega veik þar sem að ekkert heyrðist frá þér í gær en þar sem að ég þekki til þín þá veit ég að þú TEKUR LYFIN ÞÍN REGLULEGA. Gott að þessi erfiði dagur er að baki.

Hefurðu látið þér detta í hug að stíga á vikt það verður lítið sem fjölskyldan þín ber úr bítum þegar þú kemur aftur eignin hefur rýrnað að mun.

Ekki hafa of marga bjóra fyrr en að þú hefur lokið göngunni, eins og þegar við lukum göngunni í Fjörður forðum daga, þú mannst það hvað við vorum hissa.

Áfram veginn í vagninum ek ég meina geng og geng.

kveðja helga 

Helga Jörgensen (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 17:06

4 identicon

Þú ert hetja Rúna mín. Takk aftur fyrir að deila ferðasögunni. Gangi þér vel áfram í ævintýrinu þínu. Mér finnst ég eiginlega vera að lesa bók eftir Isabel Aliende :)

Knús

Gunna

Guðrún K Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 22:57

5 identicon

Elsku Rúna

Svo gott að fylgjast með þér svona mitt í stressinu hér heima.  Guð vaki yfir þér 

Irma

Irma Sjöfn Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 08:36

6 identicon

Takk elsku mamma mín fyrir kveðjuna.  Er búinn að vera fylgjast með þér hér, samt ekki skrifað mikið.   Gott að þú ert að hressast af flensunni.  Það er bara fínt að fara aðeins ört yfir og eiga nokkra daga á endastað til að slaka á eftir allt labbið.  Jæja, 6 tímar í brottför hjá okkur.  Söknum þín óendanlega mikið.  Haltu áfram að hafa það gott og gaman.  kveðja,  Haukurinn, Agata og Kristófer, Kaka og Bobby sem er í pössun í Andarhvarfinu.

Haukur og co (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 09:03

7 identicon

Mikið er nú gott að heyra að þú ert að hressast Rúna mín. Alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar, þvílíkt ævintýri sem þú ert að upplifa núna. Ég hugsa til þín þegar ég tölti tuttugu mínútna hringinn um tjörnina flest hádegi :-) Knús á þig

Harpa (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband