Dagurinn í gaer, 19. sept.

Já, sá 19. var einn erfidasti dagur sem ég hef verid á gongu, svona yfir allt. Ég var ekki vel fyrirkollud, erfitt ad ná ad draga andann djúpt og tetta var langur dagur - og hrikalega heitur.  Tad var um 30 stiga hiti tegar heitast var og lítid um skugga nema adeins á hluta leidarinnar sem var um 30 km og um 20 km af teim var allt uppí móti, frá 500 m uppí 1300 m, ein Esja en mun erfidari verd ég ad segja. En leidin var ótrúlega falleg og ég var bara hress tegar ég hélt út úr baenum kl. 7.30 en kom ekki á leidarenda fyrr en kl. 15.30 og orugglega nokkrum pundum léttari, tví svitinn hreinlega lak af mér í strídum straumi, ég var bara ekki ad trúa tessu. Ég gekk um fallega dali og tegar landid tók ad haekka fór útsýnid heldur betur ad heilla mig, hver dalurinn á faetur odrum umvafinn skógivoxnum fjollum uppí topp og lítil torp og sveitabaejir um allt, klingjandi bjollur gripanna, allt snertir tetta sálina mína.

En eins og hendi vaeri veifad, var allur máttur úr mér, ég var gjorsamlega búin, beygdi mig fram og hugsadi: "ég kemst ekki lengra". Eftir smástund og ofurlítid samtal vid fyldgarmanninn minn-Gud, hélt ég áfram eftir ad hafa fengid mér ad borda svolítid. Ég hellti yfir mig vatni, tví hitinn var svo mikill ad mér var eiginlega alveg sama tó ég vaeri rennandi  blaut, vissi ekki hvort tad var eftir vatnid eda minn eigin sviti. Ég veit ekki af hverju ég vard svona orkulaus, ég var ekki svong, sennilega bara tessi flensuvella.

Núna er ég í haestu haedum á fallegum gististad med 16 konum og korlum í fallegu herbergi med undur fallegt útsýní í 1300 m haed. Sólin sem ekki var vinur minn í dag á gongunni yljar mér og ég hugsa bara ad á morgun verdi tetta léttara og styttra

Samkvaemt maelingum eru 163.4 km eftir til Santiago de Compostela og ég held bara ef allt gengur vel, tá fái lítill sjo ára ommustrákur tad í afmaelisgjof ad amma komist á leidarenda, gaman ad tví ekki satt Daníel Steinn minn?

Ég á samt frekar bágt med ad trúa tví ad tetta sé ad taka enda, tíminn flýgur áfram og núna á tessari stundu lídur mér vel trátt fyrir tennan erfida dag, tvottur búinn og svo er ad fá sér ad borda og fara í rúmid, alltaf stillt á kvoldin og fer snemma ad sofa.  Tad virdist ekki skipta mig neinu máli í hvernig rúmi ég sef, bara ad fá ad leggjast og láta lída úr sér er FRÁBAERT!!!  Enginn sagdi ad tetta yrdi audvelt og tad var ég sjálf sem valdi ad gera tetta og ég er bara nokkud sátt vid hvernig mér hefur lidid í einverunni.

Takk elsku stelpurnar mínar, Saerun, Harpa og Maeja fyrir umhyggjuna og elskuna alla.  Audur mín, gaman ad sjá tig hérna, takk fyrir ad setja nafnid titt hér inn og skiladu kvedju til póstkonunnar okkar.  Hlakka til ad sjá ykkur aftur.

Ad lokum:  Ég fékk falleg ord á bladi ádur en ég fór og aetla ad setja tau inn svona sídustu dagana.

Leitadu kyrrdar: Leidin er ekki  stadur til ad masa, heldur til ad hlusta. Hlýddu á veroldina í kringum tig, hlýddu á sál tína, hlýddu á Gud. Fetadu veginn í kyrrd, jafnvel tótt tú sért med odrum í for.

knús á ykkur oll, tessi faersla var skrifud á blad í gaer og kemur hér óbreytt.

Rúna, sem var svo treytt í dag (19. sept)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri sko besti afmælisdagurinn ef amma klárar gönguna á afmælisdaginn minn!!!

Daníel Steinn (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 13:28

2 identicon

Elsku Rúna mín það var eins gott að ég las færsluna "létt í lund" á undan þessari... ég hefði líklega bara pantað mér flug til spánar annars!!! Gott að þessi erfiði dagur er búin og að allt sé að verða betra

Já maður kíkir nokkru sinnum á dag hér inn til að athuga með þig...

Guð veri með þér elsku Rúna mín og ég hlakka til að lesa hjá þér næst,, KNÚS

Kv Mæja Pæja

Mæja Pæja (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband