Sól í hjarta og ég er svo rík!

Já, elskulegu bloggvinir, ég er rík. Rík af ollu sem skiptir máli, fólkinu mínu, vinum mínum, heilsunni minni og tví ad geta látid drauminn minn raetast.

Í dag lagdi ég af stad kl. 6.30 og dagurinn var fallegur eins og oftast ádur. Falleg leid í dag líkt og undanfarid og margt fólk á veginum, sífellt fjolgandi. Ég stoppadi um kl. 10.00 og fékk mér kaffi og múslibar, ótrúlega gott saman og ég fae orkuna sem ég tarf til tess ad klára gonguna í dag. Oftast byrja ég daginn á ad ganga med Margareth og Andy frá Ástralíu, sídan tek ég stokkid og hverf á braut, allt tar til ad ég nálgast naesta gististad, tá hittumst vid aftur og fleiri baetast í hópinn og vid eydum kvoldunum saman, spjollum um gonguna tennan dag og lífid og tilveruna. Ég kom á gististadinn kl. 12.00 og tá voru 26.1 km ad baki, ekki slaemt tad. Ég er í litlum bae, Palas De Rei og í fínu húsi, allt til alls nema ad ég get ekki kokkad handa mér og fer tví út ad borda í kvold.

Mér lídur vel, en hóstinn hverfur ekki, kíki kannski til laeknis í Santiago, en teir sem tekkja mig best vita ad tad er ekki í forgangsrod hjá mér ad vitja laeknis, svo ég veit ekki hvad ég geri, hef nógan tíma til tess ad hugsa um tad. Nú er ég farin ad sjá fyrir endann á tessu og innra med mér er komin tilhlokkun mikil, en ekki er laust vid ad ég kvídi svolítid fyrir ad skilja vid tetta líf mitt á veginum, svo einfalt, laust vid stress og bara ad njóta.

Sá nýfaeddan kálf í dag, mamman heldur betur stolt, sama hvada mamma tad er, módurhjartad er alltaf tad sama tegar lítil vera kemur í heiminn. Ég bara stód og fylgdist med teim, yndislegt.

Jaeja elskurnar mínar, hafid tad gott og verid gód vid hvort annad, eins og oll dýrin í ollum Hálsaskógunum hér eru, nóg er af teim.

knús tar til á morgun.

Rúna í gódu studi.

En ég hugsa til ykkar, takk elsku Kristín Mjoll og tid oll fyrir kvedjurnar, óendanlega dýrmaetar mér og tid fáid knús tegar ég kem heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Rúna mín nú styttist heldur betur hvenær reiknar þú með að ljúka göngunni? Þú er að þeim stað sem ég var búin að reikna með að þú yrðir í nótt er að reyna að styka þetta út en kemst ekki að neinni niðurstöðu.

Hér er tíðin góð kólnar hægt og sígandi næturfrost svo nú er maður farinn að skafa rúður á morgnana þetta er gangurinn hérna.

Sigurður minn leggur af stað til Spánar á morgun og ég er kvíðin yfir því það er svo margt sem getur komið fyrir en ég vona það besta fyrir þau bæði og að allt gangi vel, hann ætlaði að aka í einnni beit en pabbi hans leiddi honum fyrir sjónir að það væir ekki viturlegt svo þau ætla að gista í Frakklandi og fá geymslu fyrir bílinn sem á að vera öruggt.

Farðu vel með þig það er undir þér sjálfri komið að draumurinn rætist til fullnustu.

Geng með þér í huganum.

kveðja helga

Helga Jörgensen (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 14:54

2 identicon

Það er aldeilis fart á þér stelpa.  Þú verður komin heim löngu fyrir tímann.  Alltaf að flýta þér - ekki að spyrja að.  Það verður gaman þegar þú ert komin heim.  Drífðu þig til læknis til að losna við þennan hósta alveg óþarfi að koma heima með hann ;) 

Knús og klemm

Maja

Maria G (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:43

3 identicon

VÁ hvað það er lítið eftir - mér finnst ótrúlegt hversu langt þú hefur komist á stuttum tíma en þetta er svosem þér líkt mamma mín, uppfull af krafti!  Heldurðu að þú verðir í Santiago á mánudag??  Allt gott héðan, búin að ná í lyfin hennar ömmu og fer til hennar um helgina að keyra og svona.  Allir hressir, gutti þvílíkt spenntur að vera sjö ára um helgina  Hlakka MIKIÐ til að fá þig heim eftir aðeins 16 daga 

Það verður sko hópferð á flugvöllinn því ALLIR vilja hitta mömmu/ömmu/tengdó og fagna henni!!!!  Kannski við verðum með lúðra, trommur og hrossabresti    Þú veist hvernig ég er hahahahahahaha.

Knús og kærleikur elsku mamma og Guð gefi þér styrk síðustu kílómetrana

Dóttirin (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 17:09

4 identicon

Enginn smákraftur í þér Rúna mín,alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast.Risaknús frá mér til þín...

púlla (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband