Takklát, svo óendanlega takklát!

Já, ég er takklát og meir, bara lítil tegar ég skrifa tetta blogg. Ég fór af stad kl. 8.00 í morgun og enn var mér gefin fallegur dagur, hlýtt og sólin ad koma upp. Ég gekk 20. km í dag og var komin ad borgarmorkum Santiago de Compostela kl. 13.00. Slóradi á leidinni, skodadi fallegar styttur og fór í haestu haedir til tess ad sjá yfir borgina ádur en ég gengi inn í hana, t.e. ég fór uppá útsýnispall og tar birtist mér dýrdin. 

Tegar ég gekk ein inn yfir borgarmorkin og inn eftir gotunni og sá turnana á dómkirkjunni, tá fóru nú tárin ad renna. Ég gerdi mér tá loksins grein fyrir tví ad enn einn draumurinn var ordinn ad veruleika og ad faeturnir mínir og Gud hofdu komid mér alla tessa leid án stóráfalla. Ég get ekki lýst tví hvernig mér leid og hvernig mér lídur enntá, ég er eiginlega svolítid utan vid mig, er bara ekki ad ná tessu.

En allt hefur verid eitt aevintýri í dag, ég gisti í stórri byggingu sem heitir Seminarium Manor og er ótrúlega falleg, tar verd ég sennilega í trjár naetur, veit ekki hvad ég geri svo. En Finisterra er enn ad banka á bakid á mér, svo ef allt fer eins og stadan er núna, tá fer ég tangad á fimmtudag, gangandi, ca 87 km og tek svo rútu tilbaka til Santiago. En ekkert er ákvedid enntá.

En ég er takklát, audmjúk og óendanlega hamingjusom med hvernig allt hefur gengid, trátt fyrir blodrur og flensu, tá hélt ég alltaf áaetlun og fékk alltaf svefnpláss, upplifdi ótrúlegar gistiadstaedur, mat sem ég vissi stundum ekki hvad var, en umfram allt átti ég samleid og samskipti vid yndislegt fólk, eignadist vini og skemmti mér konunglega. Ég hitti marga í dag sem ég hef ekki séd í tónokkud marga daga og tad var hrópad, fadmast, hlegid og teknar myndir, miklir fagnadarfundir, já gott ad fá fadmlag.

Ég er sael og sátt og enn og aftur vil ég takka ykkur elskurnar mínar allar fyrir oll fallegu ordin ykkar og baenir. Tid gerdud mér tetta mogulegt og gáfud mér kraft til tess ad halda áfram, knús á ykkur oll sem eitt.

Og á morgun aetlar kellan ad rolta, já rolta um borgina, njóta og hvíla sig. Tid fylgist bara med mér áfram og fáid ad vita framhaldid tegar tessi óútreiknanlegi pílagrimi tekur naesta skref, hvort tad verdur heim á leid eda til Finisterra kemur í ljós.

Ad lokum: Mundu ad lífid í líkama tínum er sálin, og lífid í sálu tinni er Gud.

Elska ykkur.

Hamingjusama Rúnan í Santiago de Compostella.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ynnilega til hamingju elsku Rúna mín taktu þér góðan tíma til að vera þú sjálf og hvílast.

Ef ég þekki þig rétt ertu ekki hætt fyrr en að þessir 87km eru að baka enda áttu nokkra daga ennþá þar til að þú átt bókað heim en aðalega vertu sátt við sjálfa þig, ekki sjá eftir neinu eftir svo stórkostlegan árangur.

Taktu tíma með Guði og sjálfri þér þá tekur þú ákvörðun sem virkar fyrir þig.

Baráttu kveðjur helga. 

Helga Jörgensen (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 19:47

2 identicon

Til hamingju elsku Rúna mín,þú ert ótrúleg kona,og er ég mikið stolt af þér...Njóttu þín í botn og dekraðu við þig.Segi svo bara góða nótt og sofðu mikið vel:)

púlla (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:02

3 identicon

Elsku hjartans Rúna mín.  Innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins.  Nú líður minni vel, er það ekki? Gangi þér allt í haginn hér eftir sem hingað til.  Hlakka til að hitta þig seinna í haust, en reyndu nú að slaka þér örlítið.  Blessi þig ljúfan mín.  Bestu kveðjur Sigga.

Sigga (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:03

4 identicon

  Hér er fagnað innilega með mömmu, ömmu, tengdó - hetjunni okkar allra.  Við hlökkum jafnframt mikið til að sjá þig aftur og þá verður enn meira fagnað 

Njóttu vel í Santiago næstu daga - Kossar, knús og endalaus kærleikur

Særún, Davíð, Gunnhildur Erla, Ástrós Gabríela, Daníel Steinn, Pjakkur og Bobby

Fjölskyldan þín í Andarhvarfinu (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:03

5 identicon

Ég á klárlega duglegustu mömmu í heimi -- til hamingju með þetta mamma mín -- erum óendanlega stolt af þér og gleðjumst öll hér í Hólagötunni yfir því að þú sért nú búin að klára þetta.

Vissum alltaf að þú myndir klára þetta með stæl -- njóttu hvíldarinnar og farðu vel með þig.

Elskum þig og hlökkum SVAKA mikið til að fá þig heim .

Kv Davíð og co

Davíð (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:13

6 identicon

Vá!! Bara komin á leiðarenda! Þú ert ótrúlega dugleg elsku Rúna mín. Ég varð svo hrærð þegar ég las þessa færslu að það meira að segja laumuðust þrjú gleðitár niður kinnarnar. Takk fyrir, enn og aftur, að leyfa okkur að upplifa þetta ferðalag með þér. Ef ég ætti ekki eftir að sækja tríltuna mína út í bæ á eftir þá myndi ég sko skála fyrir þér og afrekum þínum núna. Geri það þó klárlega eftir tvo tíma þegar ég verð komin með dömuna heim. Þú ert frábær. Aftur, innilega til hamingju með áfangann!! Skál! :D

Þín Harpa <3

Harpa Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:27

7 identicon

Elsku Rúna, innilegar hamingjuóskir með þennan stórkostlega áfanga! Njóttu lífsins og hvíldu þig vel. Hlakka til að heyra hvort þú ferð alla leið :-)

Kveðjur frá Uppsala!

g

Guðrún Finnbjarnar (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:35

8 identicon

Til hamingju Rúna mín. Samgleðst þér innilega og er svo stolt af þér, dugnaðurinn, eljan og trúin. Hlakka til að lesa meira.

Bestu kveðjur frá Dalvík

Guðrún K Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 22:22

9 identicon

Yesss.. hetjan mín bara komin til Santiago de Compostela :)

Til hamingju með þennan stóra áfanga og takk enn og aftur fyrir að lofa okkur að njóta þessa æfintýris með þér hérna í gegnum bloggið hjá þér... Það verður gaman að fylgjast með þér þessa daga sem þú verður í "hvíld".. ætli þú verðir ekki á fullu þessa daga að njóta þess að skoða hitt og þetta hehe ;) Eins verður gaman að sjá hvort þú klárir ekki dæmið eins og þig dreimir um!!

Knús frá okkur öllum..

Kv Mæja Pæja og co

Mæja Pæja (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 22:34

10 identicon

HÚRRA! HÚRRA! HÚRRA!

Fyrir þér gönguhetja. Innilega til hamingju með þennan áfanga þinn, þetta er alveg magnað hjá þér er óendalega stolt af þér. Búið að vera ómetanlegt að fylgjast með þér og þetta blogg þitt er alveg frábært, held ég lesi það bara aftur.

Enn og aftur Rúna mín innilega til lukku, njóttu þín nú það sem þú átt eftir af veru þinni á Spáni. (Gætir kannski kíkt á Rúnka og Stínu, þau eru á Torreveja

Knús frá okkur karlinum í B-nesi.........

Helga Ólafs (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 22:43

11 identicon

Þetta hefur verið æðisleg ferð, ég sáröfunda þig, ég elska að labba um suður Evrópu, skoða fallegt landslag, styttur, kirkjur, hof og allt það fallega sem hefur verið skapað þarna.

 Njóttu þess sem þú átt eftir af þessari ferð, væri svo gaman að kíkja í heimsókn og fá að sjá myndir og leyfa þér að hitta litla nýja frænda þinn, hann Óla Leó :)

Kv. Jói, Svandís, Birna og Óli

Jói Waage (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 09:20

12 identicon

Frabaert elsku mamma min.  Tetta er mikid afrek hja ter og gott ad gud hefur faert ter tennan draum.  Innilega til hamingju med tetta allt saman.  Hlokkum svo mikid til ad sja tig. 

Kvedja fra Polska,  Haukur, Agata og Kristofer

Haukurinn (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 09:42

13 identicon

Elsku Rúna mín

 Til hamingju með þennan frábæra árangur. Við hér á Brúnastöðum höfum fylgst með þér á leið þinni um Spán og öllum þessum sigrum þínum. Þetta hafa aðeins verið sigrar. Ég hef saknað þín mikið og hlakka mikið til að fá þig heim elsku Rúna mín.

Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband