Baenheyrd í gaer.

Já, ég var baenheyrd í gaer eins og svo oft ádur. Takkir til ykkar sem bádu fyrir mér, ég sit núna á fínu gistiheimili, allt nýtt og fínt í litlum bae sem heitir (Pedruzo) Arca O Pino og ad baki eru 22.2 km. Ég finn ekki tennan bae á kortinu, en hann er svona ca mitt á milli Arzúa og Santiago.

Ég er hress og kát og hef verid mikid heppin allan tennan tíma. Var naestum lent tvisvar fyrir reidhjóli í morgun, trír kappar komu á móti mér í skóginum, en ég hef ekki séd tá koma á móti gongufólkinu ádur. Ég tók ekkert eftir  teim í morgunskímunni og vissi ekki fyrr en einn straukst vid mig og annar strax á eftir. Fólkid sem var med mér hélt bara nidri í sér "andanum", en ég stód eins og álfur úti á hól, svo undrandi var ég. Tad hefur verid gegnum gangandi hér á veginum ad reidhjólafólk fer rosalega hratt yfir, laetur sjaldnast í sér heyra og allt í einu er tad bara vid hlid tér. Tad á bara ekki saman á tessum vegi gangandi fólk og reidhjólafólk, mín skodun og margra annarra.

Gangan í dag hófst kl. 7.30 og lauk um kl. 13.00. Ég tók tessu bara rólega enda komin med svefnstad og allt í gódu lagi. Leidin var undur falleg, skógarstígar í myrkrinu og fullt tungl sem lýsti mér leidina, kyrrt og mistur yfir trjátoppunum. Tessir stígar eru ótrúlega mjúkir og gott ad ganga á teim, og einnig gekk ég um stíga sem voru steinum lagdir, orugglega endur fyrir longu sem teir voru búnir til. Tad kom í huga mér hve gamlir teir vaeru og hver margir hafi gengid um tá. Ég hefdi nú alveg viljad sjá tá sem fóru tar um fyrstir og sjá hvernig teir voru útbúnir, midad vid tá sem nú fara hér um.

Í dag hitti ég tvaer amerískar konur sem ég hafdi ekki hitt í tónokkud marga daga. Taer urdu bádar ad fresta gongu út af blodrum á fótunum, eiginlega morgum blodrum. Tegar ég var ad ganga í morgun og fór framúr nokkrum pílagrímum heyrdi ég allt í einu sagt ad baki mér: Icelady, og tarna voru taer komnar, miklir fagnadarfundir og vid aetlum ad hittast í Santiago á morgun kl. 18.00 og fagna ásamt fullt af odrum, ef allt gengur eins og ég vona.

Í morgun lá leid mín eins og svo oft ádur um hladid á sveitabae og tar voru mjaltir í gangi. Ég mátti til med ad kíkja adeins í dyragaettina og ad tví loknu sagdi ég med sjálfri mér: tad vaeri búid ad loka tessu fjósi fyrir longu ef tad vaeri heima á Íslandi, tvílíkur sódaskapur og rusl út um allt, ja hérna hér.

En alltaf er samt gaman ad hlusta á "morgun- hanagalid sem hljómar um allt. Hundar, horadir kettir, kindur og haensni eru bara um allar jardir og á ólíklegustu stodum, jafnvel inni í baejunum.

Jaeja, svona í lokin:  Á morgun á fallegur ommustrákur 7. ára afmaeli.  Elsku hjartans Daníel Steinn minn, amma sendir tér kvedjuna í dag, tví kannski kemst amma ekki í tolvu á morgun.

Til hamingju med 7. ára afmaelid titt elsku hjartans vinur. Amma vonar ad tú eigir gódan og skemmtilegan dag og amma hugsar til tín tegar hún verdur komin á leidarenda til Santiago.

Til umhugsunar: Aedruleysi/Einfaldleiki: Ekki hraedast, vertu aedrulaus, tad er edlilegt ad finna baedi til svengdar og torsta. Tetta eru engin meinlaeti, heldur val, ad láta sálina njóta forgangs.

Gjafir Guds: Taegileg naeturhvíld, bros sem kostar ekkert, ókeypis sólskin. Gud og gjafir lífsins, allt er tetta ókeypis! Tetta er audlegdin sem tú aflar tér á leidinni, audlegd sem tú hvorki týnir né verdur frá tér tekin.

Tad eru krókaleidirnar, tofin og hlidarsporin sem audga líf okkar. (Nils Kjaer).

Knús á ykkur ádur en ég legg í sídasta áfangann í fyrramálid.

Rúna á lokasprettinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lundin verður létt og fæturnar eru í lagi svo ég veit að þú svífur síðasta áfangann.

Vona að þér gangi vel að fá gistingu á síðasta staðnum og njóttu vel við endalok þessarar göngu.

Þér tekst það sem þú ætlar þér.

Njóttu vel með vinum þínum sem þú hefur eignast á leiðinni.

Kveðja helga

Helga Jörgensen (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 16:16

2 identicon

ÓTRÚLEGT að þetta sé að verða búið hjá þér -- þú átt hellings tíma eftir þar til þú ferð heim, þannig að spurningin

er .... hvað gerist eftir daginn á morgun ??????

Gangi þér sem allra best á lokakaflanum og við fögnum með þér í huganum er þú röltir inn í Santiago :o)

Elskum þig og söknum þín ótrúlega mikið.

kv Davíð og fjölsk.

ps . erum svakalega stolt af ömmu - mömmu og tengdó :o)

Davíð (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 17:27

3 identicon

Elsku hetjan mín mamma!!

engin orð geta lýst því hversu stolt ég er af þér!  Ég fæ gæsahúð þegar ég sé fyrir mér í huganum þig að ganga síðasta spölinn, þvílíkar tilfinningar sem eiga eftir að bærast um í þér. 

Ég vildi að ég gæti verið við endamarkið og fagnað þér og knúsað.  Gutti minn er glaður að amma taki þessi mikilvægu spor á afmælisdeginum hans. 

Guð veri með þér nú sem alltaf.

Við elskum þig öll og fylgjum þér í huga og hjarta sporin til enda. 

dóttirin og fjölskyldan öll í Andarhvarfinu

Dóttirin (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 19:41

4 identicon

Rúna mín, þú ert alveg frábær og  ég óska þér alls hins besta síðustu kílómetrana, en grun hef ég nú um að þú haldir eitthvað áfram fyrst  þú ert á undan áætlun. Gakktu á guðs vegum og gangi þér allt í haginn. Gaman verður að hitta þig og spjalla

Hildur(Álfhildur ) (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 20:51

5 identicon

Elsku Rúna mín til hamingju með þennan áfanga,, nú ert þú væntanlega komin til Santiago :) Þú ert hetja sem ég er svooo stolt af og nota öll tækifæri til að monta mig af... :)

Ætlar þú að klára að ganga á "enda veraldar" ?? eða ætlar þú að láta gott heita núna??

Já og til hamingju með ömmustrákinn þinn í dag :)

1000 kossar og RISA knús

Kv Mæja Pæja og co

Mæja Pæja (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband