Á leiđ ađ enda veraldar

Fyrst er tad afmaeliskvedja til Maeju minnar, elsku Maeja mín til lukku med daginn, vona ad hann hafi verid tér og tínum gódur og takk fyrir oll skrifin tín á bloggid mitt, svo gaman ad lesa tetta.

Og ég lagdi af stad út í daginn kl. 6.30, turrt, hljótt og mystur yfir ollu. Ég gekk ein tennan fyrsta spol, var svolítid smeyk er ég gekk gegnum myrkan skóginn med litlu ljóstýruna mína, en tá var bara rádid ad syngja. Og tad gerdi ég, trúlega á annan kílómeter, leid bara vel á medan og haekkandi sífellt og faerdist naer tunglsljósinu sem skein yfir um allt. En tá tók ég ákvordun sem reyndist mér dýrkeypt, ég sá engar merkingar og fór í ranga átt og gekk ansi drjúgan spol ádur en mér vard ljóst ad eitthvad var ad.  Ég sneri vid en fann engar leidbeiningar, sneri tví aftur vid og gekk eftir adalveginum. Tá hitti ég mann frá Costa Rica sem var líka villtur og vid villtumst bara saman allt tar til vid fundum réttu leidina. Tad var ansi erfitt ad ganga á malbikinu og ég var mikid fegin tegar annad tók vid.

En vid "villtu " pílagrímarnir skemmtum okkur konunglega, gengum saman 20.km og áttum heljarmiklar samraedur ádur en hann ákvad ad gista og ég hélt áfram.  Hann var eitthvad treyttur kallinn, kannksi á mér. Ég hélt áfram 13. km í vidbót og kom hingad til Olveiroa og tá á ég eftir 30 km til Fisterra á morgun og 20 til Muxia á fostudag. Tad var gaman í dag, samferdarmadurinn minn er fyrrv. bladamadur, jafngamall mér, piparsveinn (sást eiginlega á honum, haha) en brádskemmtilegur og fródur. Gaf mér emailid sitt og bad mig ad senda sér myndir.

Tetta hérad eda svaedi  er mikid landbúnadarhérad, tad sá sveitakellan, kýrnar skjoldóttar, svartar og hvítar liggjandi um all jórtrandi og litu rétt vid tegar konan gekk hjá, horfdu á mig eins og taer vildu segja: af hverju ertu ad tessu tegar tú getur haft tad Kósý heima?

Já hér eru traktorarnir Limósínurnar, af ollum staerdum og gerdum, karlarnir akandi út og sudur, veifa, senda manni bros, svo notalegt. Einnig maetti ég bóndadóttur sem gekk á undan kúahjordinni og sá gamli, pabbinn kom á eftir, brosandi og stoppadi svo ad ég gaeti tekid af honum mynd.

Stuttu eftir ad ég tók mynd af kúabóndanum heyrdi ég mikil oskur og á veginum svona 150 m. frá mér var hópur af karlmonnum ad kljást vid tennan líka stóra golt, sem var alveg brjáladur. Teir vildu koma  honum uppí kerru en hann var nú ekki alveg á tví og teir turftu ad hafa mikid fyrir honum ádur en tad gekk. 

Tad var fallegt ad ganga í dag, en alltaf hékk mystrid yfir og ég rétt slapp inná gististadinn ádur en tad fór ad hellirigna, alltaf heppin. Leidin var mikid uppí móti og nidur og aftur upp og í lokin var kellan ordin lúin svo ekki sé meira sagt. En kyrrdin í sveitinni baetti tetta allt upp, heyra í mjaltataekjunum í fjósunum sem ég gekk framhjá, sjá mjólkurbílinn koma í hlad ad saekja mjólkina, allt eins og heima og minnti á fyrri daga.

Ég gisti núna í húsi úti í litlu torpi og beint á móti eru kálfar og kindur í húsinu og í samfostu húsi vid tad er íbúdarhúsid, svona gerist tetta hér. Fjósalyktin leggur inn um gluggann hjá mér, ekki amalegt ad svífa inn í draumalandid vid svona ilmvatnslykt. Spurning hvernig ég og mitt hafurtask lyktar á morgun.

Tók mynd úr felum af einni gamalli sem býr í tessu ferfaetlingasambýli, tar sem hún var med heykvísl, gekk ad stórum haug sem var ekkert nema greinar og einhver ruddi, stakk kvíslinni í og hóf á loft heilmikinn bunka. Hún hóf allt tetta á loft og gekk med tad yfir hofdinu á sér, ótrúlega sterk tessi litla kona og gaman ad sjá svona gamaldags vinnubrogd.

Og á leidinni í dag fékk ég óvaent song frá tremur ítolskum korlum, teir sungu fyrir mig tegar ég gekk hjá og lengi á eftir hljómadi songurinn teirra, bara yndislegt.

Jaeja, tá held ég ad tessi dagur sé á enda kominn í tessu bloggi. 30 sept verdur ad bída tar til á morgun.

knús og gledi hédan

Rúna á leid á enda veraldar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband