Fegurd

Lagdi af stad kl. 8.00 asamt konunum fra Sloveniu, ekki Kroatiu eins og eg helt.

Vildi vera i samfloti ut ur borginni, eg er alltaf svo attavilt i ollum skilningi tess ords. Vid gengum saman i ca. 8.km, fengum okkur kaffi og saett a veitingahusi, tad verdur ad vera, alveg bradnaudsynlegt til tess ad eiga forda inni adur en atokin haefust.  Eg kvaddi taer stollur og gekk ein 14. km, daguinn 22. km frekar stuttur og kom hingad kl. 13.30. Einn fallegasti stadurinn sem eg hef gist a, allt nytt, toppadstada, eldhus, sturta, herbergi, tvottaadstada og svo er tetta inni i skogi en samt i baenum, otrulega mikil kyrrd og fegurd i tessum bae sem heitir Negreira og er fyrsti afanginn hja mer i fjogurra daga gongu til Fisterra og Muxia.

Eg var fyrsti gesturinn hingad i dag og hafdi bara allt fyrir mig, i ca 2. klst en ta foru ad koma fleiri pilagrimar.

Leidin i dag var oskaplega falleg, upp og nidur inn i baei, torp og sveitabaei, en her er allt annar bragur a en tegar eg var a leid til Santiago. Her turfti eg ekki ad taka afbrigdi af Svanavatninu, tvi her voru engar mykjuslettur um allt, nei, o nei, her var allt hreint og fallegt og allt i blomum medfram veginum, gekk i gegnum skog og a malbiki, i sol eins og eg hef haft flesta daga, lansom er eg, tad er enginn vafi.

A leidinni i dag ok framhja mer gamall bondi a traktornum sinum, hafdi a hofdinu tennan fina hatt og var med kerru aftani fulla af korni og ofan a tvi sat Fruin i sinum fina bladoppotta Hagkaupsslopp og med skyluklutinn a hofdinu. En nokkud haegt ad bydja um eitthvad fallegra.

Annar madur a besta aldri vatt ser ad mer a veginum og faerdi mer epli, alltaf gaman ad svona folki. Og enn einn gamlinginn stoppadi mig i einu torpinu, spurdi hvadan eg vaeri, hvert eg vaeri ad fara og sagdi ad tad vaeri kalt i Fisterra, skellihlo svo ad skein i skordottan gominn og svarthol a milli tannanna sem eftir voru, yndislegur tessi svo ekki se meira sagt.

 

Tok tvi rolega sem eftir lifdi dags, langur dagur framundan, 33.km

Hafid tad gott elskurnar minar og takk enn og aftur fyrir allar kvedjurnar.

Runa a leid til Fisterra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði svo viljað vera með þér þegar þú sást konuna þarna á korninu hahahaha - yndisleg lesning eins og alltaf mamma mín.  Það sem toppaði minn dag í dag var að heyra röddina þína loksins, takk fyrir dásamlegt símtal elsku besta mamma.  Það er óendanlega tómlegt án þín og gefur mér því mikið að lesa frásagnirnar þínar - þú ert að uppskera mamma, mundu það!  Að endingu vil ég hvetja ALLA sem hér kíkja inn til að skrifa eitthvað hér í athugasemdir eða í gestabókina - það er svo gaman fyrir mömmu að sjá hverjir eru að fylgja henni þessa leið - og takk þið sem hafið þegar skrifað.

Kærleikur og knús elsku mamma

Dóttirin (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:29

2 identicon

Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt Rúna mín. Svo myndrænt og skemmtilegar mannlýsingarnar þínar. Gangi þér áfram vel elskan.

Knús og kram, Gunna

Guðrún K Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:00

3 identicon

Já mín bara lögð í'ann :)

Gangi þér vel þessa leið á enda veraldar... Vá hvað ég hefi verið til í að labba þetta með þér :)

1000 kossar og RISA knús á þig duglega kona..

Kv Mæja Pæja og co

Mæja Pæja (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:37

4 identicon

haha já var það ekki. Bara lögð í'ann aftur. Þetta líst mér á, aðeins að "jogga þig niður" ;-)

Frábært hjá þér. Endalaust gaman að lesa ferðasöguna þína. Svo vel skrifuð að það er eins og maður sé að horfa á ferðalagið, ekki lesa um það :-) Knús og njóttu áfram elsku Rúna mín :*

Kv. Harpa

Harpa Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 09:21

5 identicon

Þú hefur ákveðið að bæta í minningabankann. Njóttu ferðarinnar.

Jökull Veigar Kjartansson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband